placeholder for flash movie

═safjar­arbŠr

Kubbur ehf. hefur annast sorphirðu og förgun í Ísafjarðarbæ frá byrjun árs 2011. Verkefnið var boðið út árið 2010 og bauð Kubbur ehf. lægst í verkefnið.


Meðferð úrgangs er meðal mikilvægustu umhverfismála og stór hluti í þeirri umhverfisvakningu sem almennt er að eiga sér stað í samfélaginu.


Á Ísafirði er nú svokallað tveggja tunnu kerfi, þar sem endurvinnslutunna er við hvert hús ásamt tunnu fyrir hefðbundið sorp. Slíkt kerfi er ætlað að auðvelda íbúum að taka þátt í umhverfisvænna samfélagi og að flokka sorp á sem þægilegastan hátt.


Samstarf við íbúa er mjög mikilvægt og nauðsynlegt að allir finni hjá sér þörf til að vera hluti af því verkefni að minnka sorp og auka endurvinnslu. Þar með eru íbúar að sýna í verki vilja sinn til að búa í umhverfisvænna samfélagi sem mun auka lífsgæði íbúanna.


═safj÷r­ur

www.isafjordur.is

Vestmannaeyjar

www.vestmannaeyjar.is
HÍNNUN, VEFSM═đI & FORRITUN: STYX EHF. KN┌Iđ AF: WebSmith