Flokkun um jólin

Allur jólapappír á að fara í pappahólfið í tunnunni, þangað fer einnig allur annar pappír. Pakkaböndin má endurnýta eða setja með almennu sorpi.

 

Plast og járn fer í litla hólfið og þangað má einnig setja rafhlöður en þær þarf að setja í glæra poka. Plast og járn má líka fara í glæra poka, það auðveldar flokkun.

 

Allt sem fer í endurvinnslutunnuna þarf að hreint. T.d. þarf að skola mjólkurfernur og niðursuðudósir, og taka pizzuafganga úr pizzukassanum áður en hann er settur með pappanum.