Kubbur áfram á Ísafirði

Með mjög hagstæðu tilboði haustið 2010 hefur Kubbur ehf. sinnt sorphirðu fyrir Ísafjarðarbæ allt frá 1.1.2011. Í upphafi leiddum við inn ýmsar nýjungar og með góðri hjálp ykkar hefur tekist að þróa flokkun sorps og þjónustu við almenning og atvinnulíf með mjög ánægjulegum hætti. Nú um áramótin næstu mun sorphirða á vegum bæjarins, að minnsta kosti um sinn, færast í hendur annars aðila sem við óskum innilega góðs gengis.


Á þessum tímamótu viljum við færa ykkur öllum sérstakar þakkir fyrir mjög ánægjulegt samstarf.

Við viljum einnig benda á að við munum áfram verða með sorphirðuþjónustu fyrir íbúa og fyrirtæki í bænum. Við bjóðum nánast allar mögulegar lausnir í þjónustu,

Við bjóðum tunnur, kör og gáma.

Við bjóðum mjög hagstæð verð

Við bjóðum lipra og persónulega þjónustu

Stígur Sturluson og Gunnar Oddson munu áfram þjónusta viðskiptavini Kubbs eins og síðustu 7 ár.  S.861-8992/456-4166