Nýr yfirmaður í Vestmannaeyjum

Þann 20. febrúar sl. tók Friðrik Þór Steindórsson við stöðu yfirmanns hjá Kubb ehf. í Vestmannaeyjum.  Friðrik er fæddur á Patreksfirði, ólst upp á Tálknafirði en hefur búið í Vestmannaeyjum síðan 1997. Nánast allan sinn starfsaldur hefur hann verið til sjós en fór í land árið 2014. Friðrik er vélstjóramenntaður auk þess em hann er Marelvinnslutæknir. Hann er kvæntur Hafdísi Snorradóttur og eiga þau þrjú börn.