Ekki henda sparperum Ý rusli­!

Í september sl. gekk í gildi reglugerð hér á Íslandi sem bannar sölu á glærum glóperum, þessum venjulegu ljósaperum sem allir þekkja. Í stað þess munu sparperur taka við af glóperunum.
 

Sparperur, eins og nafnið gefur til kynna, nota mun minni orku m.v. glóperurnar. Hinsvegar eru þær varasamari fyrir umhverfið þar sem þær innihalda kvikasilfur.

Þess vegna þarf að farga sparperum á réttan hátt og það má alls ekki henda sparperum í ruslið!
 

Fara þarf með allar sparperur á viðurkenndar endurvinnslustöðvar eins og þær sem Kubbur ehf. rekur í Funa á Ísafirði og Endurvinnslustöðinni í Vestmannaeyjum.

Sérstaklega þarf að gæta þess að fara rétt að þegar sparpera brotnar á heimilinu eða vinnustað. Þegar sparpera brotnar geta litlar kvikasilfursagnir dreifst út í loftið og verið hættulegar heilsu manna.
 

Það má alls ekki nota ryksugu eða kúst til að ná upp brotunum, en við það geta litlar kvikasilfursagnir dreifst út í loftið. Best er að skrapa brotunum upp með pappaspjaldi og setja í loftþéttan poka eða t.d. glerkrukku. Síðan þarf að ná upp rykinu sem eftir situr með límbandi eða blautum eldhúspappír.
 

Mikilvægt er að lofta vel rýmið þar sem peran sprakk og hafa sérstakar gætur á því dagana á eftir. Ef sparperan er heit þegar hún brotnar er öruggast að yfirgefa herbergið strax og skilja það eftir mannlaust í 20-30mín með opin glugga, áður en farið er að hreinsa upp.
 

Mikilvægt er að hafa í huga að innihaldið í sparperum er hættulegt og getur verið heilsuspillandi ef ekki er rétt að förgun þeirra staðið. Það má alls ekki henda þeim í venjulegt rusl og ekki heldur endurvinnslutunnuna. Þar geta perurnar brotnað og valdið heilsutjóni meðal heimilismanna eða meðal þeirra sem meðhöndla sorp.
 

Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá Kubb ehf. í síma 456 4166 eða kubbur@kubbur.is


═safj÷r­ur

www.isafjordur.is

Vestmannaeyjar

www.vestmannaeyjar.is
HÍNNUN, VEFSM═đI & FORRITUN: STYX EHF. KN┌Iđ AF: WebSmith