Upplýsingar og flokkunarleiðbeiningar
Í Sveitarfélaginu Ölfusi eru þrjár flokkunartunnur við hvert heimili. Grá tunna sem er fyrir
almennt sorp og í henni er brúnt hólf fyrir lífrænan úrgang, blá tunna fyrir pappír og græn
tunna fyrir plast og málma.
Blá tunna (pappír)
Í bláu tunnuna fer allur pappi:
Dagblöð og tímarit
Umslög og gluggaumslög
Skrifstofupappír
Bæklingar
Hreinar mjólkufernur
Bylgjupappi
Gjafapappír
Eggjabakkar
Sléttur pappír eins og morgunkornspakkar
Brúnt hólf (lífrænt heimilissorp)
Ávextir og ávaxtahýði
Grænmeti og grænmetishýði
Egg og eggjaskurn
Eldaðir kjöt og fiskafgangar
Mjöl
Hrísgrjón og pasta
Brauð og kökur
Kaffikorgur og tepokar
Eldhúsbréf og servéttur
Græn tunna (plast og málmur)
Málmílát undan matvöru
Málmlok af krukkum
Úðabrúsar
Plastpokar
Plastbrúsar t.d. hreinsiefni
Plastdósir t.d. skyr, ís smurostur (hreinar)
Plastfilma glær og lituð
Plastumbúðir t.d. utan af kexi og sælgæti
Plastbakkar
Plastflöskur t.d. sjampó og sósur
Frauðplastumbúðir
Pokar utan af snakki
Grá tunna (almennt heimilissorp)
Annað sorp sem ekki fer í endurvinnslutunnur
Nánari upplýsingar á https://www.olfus.is/is/thjonustan/umhverfismal/sorphirda
Nánar um flokkun hjá Ölfus er að finna hér.