Upplýsingar og flokkunarleiðbeiningar

Kubbur ehf hefur tekið við sorphirðu í Vesturbyggð og Tálknafirði af Terra. Jafnframt tekur sorphirða einhverjum breytingum í samræmi við vilja sveitafélagana.

Þær felast m.a. í að sér er ílát fyrir lífrænan úrgagn og innra hólfi í endurvinnslutunnu fyrir plastefni.

Þá hefur nýtt sorphirðudagatal tekið gildi og hefst hirða að fullu eftir því í febrúar

Hér er sorphirðubæklingur Kubbs fyrir Vesturbyggð og Tálknafjörð á íslensku, ensku og pólsku

Gámavellir

Þrír gáma­vellir eru til staðar: á Patreks­firði, Bíldudal og á Tálkna­firði.

Á hverjum gáma­velli er svokall­aður flokk­un­ar­gámur, þ.e. hús með hólfum fyrir þurrt flokkað endur­vinnslu­efni, sem er aðgengileg allan sólar­hringinn. Endur­vinnslu­efni sem hér um ræðir eru: bylgjupappi og sléttur pappi, blöð, tímarit og skrif­stofupappír, fernur, plast (hart og lint), málmar, rafhlöður og kerta­af­gangar.

Opnunartímar

Gámavellir á Patreksfirði

  • Mánudagur 16:00 – 18:00

  • Þriðjudagur Lokað

  • Miðvikudagur Lokað

  • Fimmtudagur 16:00 – 18:00

  • Föstudagur Lokað

  • Laugardagur 15:00 – 17:00

  • Sunnudagur Lokað

Gámavellir á Bíldudal

  • Mánudagur Lokað

  • Þriðjudagur 16:00 – 18:00

  • Miðvikudagur Lokað

  • Fimmtudagur Lokað

  • Föstudagur Lokað

  • Laugardagur 10:00 – 12:00

  • Sunnudagur Lokað

Gámavellir Tálknafirði

  • Mánudagur Lokað

  • Þriðjudagur Lokað

  • Miðvikudagur 16:00 – 18:00

  • Fimmtudagur Lokað

  • Föstudagur Lokað

  • Laugardagur 10:00-12:00

  • Sunnudagur Lokað

Sorphirða í Vesturbyggð og Tálknafirði.

Sorphirða er með tvennum hætti.

  • Annars vegar geta íbúar og fyrirtæki farið með flokkað sorp og úrgang á gámavelli í

    samræmi við opnunartíma og gjaldskrá.

  • Hins vegar eru þrú sorpílát fyrir hvert heimili í þéttbýli, svört/grá tunna fyrir blandaðan úrgang sem fer í urðun, blá/græn tunna fyrir pappír og pappa og í henni er innra hófl fyrir umbúðaplast og plastfilmu og svo brún tunna fyrir lífrænan heimilisúragn.

  • Í dreifbýli er ekki brún tunna.

Staðsetning og aðgengi tunna

Æskilegt er að sorptunnur séu staðsettar við framanvert hús og mikilvægt að gæta þess að aðgengi við losun sé ætíð sem best. Afar mikilvægt er að íbúar moki snjó frá sorptunnum. Festingar á tunnum skulu vera þannig að auðvelt sé að losa þær og festa aftur.

Yfirfullar tunnur

Tunnur skulu ekki fylltar meira en svo að þeim sé hægt að loka. Yfirfullar tunnur geta valdið vandræðum og sóðaskap þegar þær eru losaðar. Yfirfullar tunnur verða ekki losaðar og er íbúm bent á gámvellina.

Þrjár eru tunnur fyrir hvert heimili í þéttbýlii og tvær í dreifbýli

  • Grá tunna fyrir blandaðan úrgang til urðunar

  • Blá/græn tunna fyrir úrgang til endurvinnslu með innra hólfi

  • Brún tunna fyrir lífrænan heimilisúrgang. (Ekki í dreifbýli)

Tunnurnar eru losaðar samkvæmt sorphirðudagatali.

Tunna fyrir blandaðan úrgang

Í tunnu fyrir blandaðn úrgang í urðun má setja allan almennan heimilisúrgang, mikið matarsmitað plast, samsettar umbúðir (áleggsbréf, ostabox, tannkremstúpur og fleira). Einnig ryksugupoka, bleiur og annan úrgang sem inniheldur vatn.

Úrgangur til endurvinnslu

Brúna tunna - lífrænn heimilisúrgangur

Brúna tunnan er fyrir lífrænan heimilis úrgang. Í hana mega fara allir matarafgangar sem og annar lífrænn úrgangur sem til fellur á heimilum. Þ.e. allt sem lífniðurbrjótanlegt í náttúrunni.

Dæmi um lífrænan úrgang:

Afskurður af ávöxtum og grænmeti, kjöt- og fiskafgangar, brauðmeti, kaffikorgur og tepokar, litlir trébútar eins og tannstönglar. Einnig má nefna pappír og dagblöð og matarmenguð og ekki en þó í hóflegu magni og þá helst sem innihalda ekki efni sem hindra rotnun.

Lífrænn heimilisúrgangur má fara beint í brúnu tunnuna en það það getur verið þægilegt að nota maispoka eða pappírspoka til að safna úrgangnum í. Dagblöð geta líka hentað vel bæði í botn lífrænu tunnunar og til að safna úrgangnum í þá er búinn til poki eða umslag fyrir lífræna úrganginn í söfnunarílátið sem er notað heima fyrir og matarleyfunum skilað í brúnu tunnuna í dagblöðunum.

Ekki má nota plastpoka til að skila lífræna úrganginum af sér. Plastið á til að stífla vinnslu og flokkunarvélar auk þess sem hluti þess aðskilst ekki frá og mengar efnið. Passa skal vel að málm og plast hnífpör og önnur mataráhöld sem ekki úr sterkju, mais, pappa eða timbri endi með lífrænum úrgang af sömu ástæðu.

Athugið að ef misbrestur er á flokkun efnis í brúnu tunnuna er líklegt að hún verði ekki tæmd.

Endurvinnslutunnan

Í endurvinnslutunnuna - þá bláu/grænu fer efni sem síðan fer í endurvinnslu, bæði hér heima og erlendis. Allt það sem fer í tunnuna eru verðmæti og endar sem hráefni í nýjar vörur. Það er mikilvægt að allt hráefni sem fer í tunnuna sé vel frágengið samkvæmt þeim vinnureglum sem hér koma fram. 

Ekki má setja gler eða málma í endurvinnslutunnuna þar sem Kubbur notar mismunandi móttökuaðila sem eru með mismunandi kvaðir um hvað má vera með papp og plast efnum. Þetta er gert til að halda kostnaði í lágmarki.

Skila skal öllum málmum og gleri á endurvinnslustöðvar og flokkunarbari sveitafélagana.

Plast í 55 lítra innra hólf í bláu/grænu tunnu

  • Stíft plast: Hér flokkast allt það plast sem er stíft eins og t.d. plastbakkar, plast undan drykkjum og dósir undan skyri o.fl. Áríðandi er að skola vel svo að ekki komi ólykt.

    Æskilegt er að lok og tappar séu ekki á umbúðum en fylgi með. 

  • Plastfilma: Hér flokkast öll mjúk plastfilma, til dæmis utan af brauði, kökum, kexi, kaffi, snakki o.s.frv., bæði gegnsæ og ógegnsæ og einnig ef hún er állituð að innan. (ATH! að álfilma er þó ekki plast)

    Áríðandi er að tæma umbúðirnar og skola allar matarleifar af þeim.

Pappi og pappír í bláu/grænu tunnuna

  • Sléttur pappi: Hér flokkast umbúðir úr sléttum pappa, svo sem undan morgunkorni, kexi, haframjöli, ís o.fl. Best er að brjóta pappann saman og raða honum þétt t.d. í morgunkornspakka þannig að pappinn haldist saman. 

  • Fernur: Hér flokkast mjólkurfernur og aðrar drykkjarfernur. Það þarf að opna þær og skola. Brjóta skal fernurnar saman og raða þeim í eina fernu, það þétt að þær losni ekki sundur þegar þær eru settar í endurvinnslutunnuna. 

  • Bylgjupappi: Hér flokkast pizzukassar, allir pappakassar o.s.frv. Athugið að taka plastpoka úr kössunum og tæma matarleifar úr umbúðum. Mikilvægt er að brjóta pappaumbúðirnar saman svo þær taki minna pláss. Stærri pappakössum, til dæmis pappa utan af húsgögnum og heimilistækjum er hægt að skila á gámavelli.

  • Pappír: Hér flokkast dagblöð, tímarit, fjölpóstur og allur almennur skrifstofupappír. Ekki þarf að fjarlæga hefti úr bæklingum eða plast úr gluggaumslögum.

Því sem æskilegt er að skila á endurvinnslutöðvar og flokkunarbari

  • Stórar pappumbúðir

  • Fyrirferðamiklar plastumbúðir eins og frauðplast, stærri brúsar og svipað sem passar ekki í plasthólf.

  • Málmar: Hér flokkast niðursuðudósir, lok, tappar, álpappír og aðrir málmar eins og eggjárn og skæri o.þ.h.. Ekki þarf að fjarlægja bréfmiða af dósum, plasttappa, eða plasthandföng. Öllum stærri málmhlutum t.d. pottum, pönnum, garðverkfærum, sláttuvélum o.fl. er hægt að skila á gámavelli.

  • Gler eins og krukkur og glös og annað sem fellur til frá heimilum og er ekki með skilagjaldi.

  • ATH! fjarlægið allan málm af glerinu fyrir förgun þar sem það á ekki heima með gleri.

Skilaskyldar umbúðir

Sérstakt skilagjald er lagt á umbúðir undir drykkjarvörur, svo sem áldósir, plastflöskur og glerflöskur undan gosdrykkjum og áfengum drykkjum o.fl. Þetta skilagjald er hægt að fá endurgreitt á endurvinnslustöð en einnig er hægt að gefa þessar umbúðir til styrktar félagasamtökum.

Garðaúrgangur

Fara verður með garðaúrgang á gámavöll. Lífrænn úrgangur úr garðinum á ekki að fara í sorptunnur eða lífræna tunnu. Einnig er hægt að koma sér upp safnhaug eða safnkassa í eigin garði og setja garðaúrgang þar. Í safnhaugnum rotnar úrgangurinn og verður að gróðurmold. Stærri hlutir sem falla til í garðinum svo sem afklippur af trjám, grjót og annað gróft efni skal fara með á gámavöll.

Spilliefni

Þessi sorpflokkur hefur sérstöðu þar sem hann inniheldur eiturefni. Dæmi um algeng spilliefni á heimilum eru olía, leysiefni, s.s. þynnir og terpentína, lakk- og málningarafgangar, skordýraeitur, sýrur og basar, kvikasilfur, úðabrúsar, bílarafgeymar, rafhlöður, flúrperur, sparperur og lyfjaafgangar. Þessi efni á að fara með á gámavöll .

Nytjahlutir

Á heimilum fellur oft til ýmiskonar dót sem þörf er á að losa sig við. Má nefna endurnýtanleg og ónýt húsgögn, húsbúnað, ýmis tæki og tól, málma, timbur, pappa, plast, fatnað, skó o.fl.

Sumt er svo stórt að ekki kemur til greina að setja í sorptunnur en annað kæmist þangað stærðarinnar vegna, en æskilegt er að fara með það á gámavöll.

Til að fyrirbyggja misskilning þá þurfa íbúar ekki að greiða fyrir skil raftækja, þvottavéla, þurrkara, ísskápa, frystikista, rúlluplasts, stórsekkja, poka PP, plastfilma eða plastumbúða, smámálma frá heimilum og heimilisgers á gámavöll. 

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðum Vesturbyggðar og Tálknafjarðar