Spurt og svarað

Sorphirða

  • Sorpið er hirt samkvæmt sorphirðudagatali

    Það ætti að hafa verið skilinn eftir límmiði á tunnunni þinni með skýringu á því afhverju tunnan hafi ekki verið losuð, annars er hægt að hafa samband við kubbur@kubbur.is

  • Best er að hafa samband við viðkomandi sveitarfélag til þess að fá auka tunnur á heimilið

  • Inná heimasíðu Kubbs er hægt að finna öll sorphirðudagatölin

    Sorphirðudagatöl er hægt að finna hér

  • Alla opnunartíma er hægt að finna inná heimasíðu Kubbs

    Opnunartíma er hægt að finna hér

  • Já, hægt er að hafa samband við kubbur@kubbur.is

Flokkun

  • Nóg er að skola vel af þeim

  • Það væri best að taka umbúðirnar í sundur og flokka þær síðan, en ef það er ekki hægt þá eru oft leiðbeiningar á umbúðunum sem segja hvert þær eiga að fara

    Ef þú ert óviss um flokkunina er gott að setja umbúðirnar með blandaða heimilisúrganginum

  • Ágætis regla til þess að þekkja þetta í sundur er að ef þú krumpar umbúðirnar saman og það opnar sig aftur þá er um plast að ræða en ef það helst ennþá saman er um ál að ræða

    Pappann er auðvelt að rífa í sundur

  • Lífplast á að setja í almennt sorp þar sem ekki er hægt að endurvinna það með plasti

    Hins vegar ef lífplastið er 100% niðurbrjótanlegt þá fer það í lífrænt sorp

  • Pizzakassar sem eru með mikla olíu eða sósu í sér skal setja í blandaðan heimilisúrgang en ef það er ekki mikið eða nánast ekkert af olíu eða sósu í kassanum skal flokka það með pappa

  • Nei það er ekki nauðsynlegt að fjarlægja plasttappana af fernunum

  • Öll apótek taka við lyfjum og sprautunálum til förgunar

  • Öll bein eiga að fara í blandaðan heimilisúrgang

  • Best er að fara með gler á grendarstöðvar eða söfnunarstöðvar

  • Gjafaumbúðir úr pappír og glanspappír eiga að flokkast með pappa en ef umbúðirnar eru úr plasti skal flokka það með plasti

    Þumalputtaregla við að greina í sundur pappa og plast er að pappann er auðveldlega hægt að rífa en plastið teygist

  • Flugeldarusl má ekki fara í heimilistunnur fyrir almennt sorp

    Það er leir sem er notaður í botninn á skottertum sem gerir það að verkum að pappinn sem eftir verður er ekki hæfur til endurvinnslu