Kubbur undirritar samning um sorphirðu í Fjarðabyggð.
Kubbur ehf. og Fjarðabyggð hafa staðfest verksamning um sorphirðu og rekstur gámavalla sveitarfélagsins 2026-2029.
Gengið var til samninga í kjölfar útboðs, þar sem Kubbur var lægstbjóðandi.
Kubbur hefur séð um sorphirðuna í Fjarðabyggð samkvæmt verksamningi frá árinu 2021.
Kubbur hlakkar til áframhaldandi góðs samstarfs bæði við Fjarðabyggð sem og alla íbúa sveitarfélagsins á komandi árum.

