Kubbur tekur við sorphirðu í Múlaþingi
Kubbur tók við sorphirðu í Múlaþingi í desember. Verkið felur í sér sorphirðu fyrir íbúa sveitarfélagsins og rekstur gámavalla á Egilsstöðum og Seyðisfirði. Öll svo umfangsmikil verk krefjast þess starfsmenn læri á aðstæður á hverjum stað og hefur það gengið vel undanfarnar vikur í góðu samstarfi við bæði íbúa og starfsfólk Múlaþings. Kubbur vonast til að standast væntingar íbúa um sorphirðu næstu misserin.