Unnar framkvæmdastjóri Kubbs
Unnar Hermannsson hefur hafið störf sem framkvæmdastjóri Kubbs ehf. Unnar hefur umfangsmikla reynslu úr íslensku viðskiptalífi einkum í gegnum störf sín á fjármálamarkaði bæði hjá Arion banka og Íslenskum verðbréfum, auk starfa við rekstrar- og fjármálaráðgjöf lengst af hjá KPMG. Unnar situr í stjórn Orkubús Vestfjarða og var m.a. stjórnarmaður hjá Lífsverk lífeyrissjóði.
Unnar er MSc. í alþjóðaviðskiptum frá London School of Economics (LSE) og með próf í verðbréfamiðlun.
Þess má geta að Unnar er barnabarn Gunnars Péturssonar frá Grænagarði og Sigríðar Sigurðardóttur frá Nauteyri líkt og fráfarandi framkvæmdastjóri Sigríður Laufey Sigurðardóttir.
„Unnar er með mikla reynslu úr íslensku atvinnulífi, sem á eftir að nýtast okkur vel við áframhaldandi uppbyggingu félagsins næstu árin og styrkja okkur í þeim miklu breytingum sem eru að verða í meðhöndlun úrgangs eftir að ný lög nr. 55/2003 tóku gildi 1. janúar 2023.”
Kubbur ehf. er leiðandi endurvinnslufyrirtæki með starfsemi víða um land (www.kubbur.is).