Kubbur tekur við sorphirðu í Snæfellsbæ

Í kjölfar útboðs Ríkiskaupa, tók Kubbur við sorphirðu í Snæfellsbæ 1. júní sl.  Jafnframt hefur Kubbur tekið við rekstri móttökustöðvar Snæfellsbæjar að Enni í Ólafsvík.  Íbúar ættu annars ekki að finna fyrir miklum breytingum a.m.k. fyrst um sinn, þar sem bæði fyrirkomulag sorphirðu og rekstur móttökustöðvar verður með óbreyttu sniði.  Snæfellsbær mun hins vegar innleiða svokallaða fjórflokkun á heimilum sveitarfélagsins á næstunni, og verður það kynnt sérstaklega.

 

Starfsfólk Kubbs hlakkar til góðs samstarfs við íbúa og rekstraraðila í Snæfellsbæ á komandi misserum.

Previous
Previous

Kubbur tekur við sorphirðu í Kópavogi

Next
Next

Unnar framkvæmdastjóri Kubbs